Sjö leikir voru á dagskrá í NBA í nótt. Efsta lið deildarinnar San Antonio er komið á sigurbraut á ný og Blake Griffin sýnir það að hann gerir meira en að troða.
San Antonio vann Washington 94-80. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 21 stig og Tony Parker var með 20 stig og 14 stoðsendingar. Tim Duncan skoraði aðeins 5 stig að þessu sinni.
Nýji liðsmaður Washington Rashard Lewis var stigahæstur hjá Washington með 21 stig.
Blake Griffin var stigahæstur í liði L.A. Clippers með 28 stig þegar þeir mörðu sigur á Phoenix 108-103. Griffin var einnig með 12 fráköst og var þetta 18. tvennan hans í röð í deildinni í vetur. Erid Gordon skoraði 24 stig fyrir Clippers.
Hjá Phoenix var Mickael Pietrus með 25 stig en hann var sjóðandi fyrir utan þriggja-stiga línuna og nýtti 5 af 8 fyrir utan. Steve Nash var eins og ávallt allt í öllu hjá Phoenix. Hann skoraði 21 stig og gaf 15 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar:
Cleveland-Minnesota 97-98
San Antonio-Washington 94-80
L.A. Clippers-Phoenix 108-103
Chicago-Detroit 92-95
Indiana-Memphis 90-104
New Orleans-Atlanta 93-86
Denver-Philadelphia 89-95
Mynd: Manu Ginobili og félagar í San Antonio eru efstur í NBA.




