spot_img
HomeFréttirGóður sigur Ármenninga (Umfjöllun)

Góður sigur Ármenninga (Umfjöllun)

20:46

{mosimage}

Ármenningar mættu til Þorlákshafnar í gær með 6 stig í farteskinu en heimamenn sem stefna á sæti í úrslitakeppnninni voru með 12 stig. Þór hafði sigur í fyrri leik þessara liða í vetur í Laugardalshölinni 79:85.

Þórsarar byrjuðu vel og komust í 5-0 en Ármenningar héldu í við Þórsarar og fyrstu tveir leikhlutarnir voru mjög jafnir og mikill hraði í leiknum. Staðan eftir fyrsta leikhlutann var 22:16. Leikurin var áfram jafn og í hálfleik leiddu heimamenn með 3 stigum,  40:37.

Mikil barátta var í 3. leikhluta þar sem Richard Field fór mikinn fyrir Þór og var drjúgur í kringum körfuna og tók mörg fráköst báðu megin á vellinum. Hjá Ármanni hafð Sæmundur Oddsson verið drjúgur og haldið Ármenningum á floti. Sama barátta var áfram hjá báðum liðum og leikhlutinn endaði 20:21 fyrir Ármanni og því aðeins tveggja stiga munur fyrir síðasta leikhlutann.

Þórsarar brugðu fljótlega á það ráð að fara í svæðisvörn en þá höfðu Þórsarar náð 7 stiga forskoti snemma í leikhlutanum. Þetta virtist henta Ármenningum vel því þeir svöruðu á móti með 4 þriggjastigakörfum í röð gegn svæðisvörninni og unnu upp muninn. Á sama tíma gékk Þórsurum erfiðlega að skora hinumegin og því náðu Ármenningar góðu haldi á leiknum með því að stöðva heimamenn í vörninni ítrekað.

Það fór svo að Ármenningar héldu út og lönduðu góðum sigri á Þórsurum. Fyrir leikinn hafði Ármann tapað öllum leikjum sínum á árinu gegn Hamri, Val og Fjölni og því kærkomin sigur í herbúðum Ármanns.

Þórsarar sem eru að berjast við KFÍ um síðasta sæti úrslitakeppninnar sáu því á eftir dýrmætum 2 stigum en KFÍ unnu Val á sama tíma og eru því með 4 stiga forskot á Þór.

Hjá Þór voru Richard Field og Mark Woodhouse atkvæðamestir við að skora og taka fráköst. Richard tók 14 fráköst, skoraði 26 stig og gaf að auki 7 stoðsendingar. Mark var með 8 fráköst og 19 stig og erfiður við að eiga í vörninni.

Hjá Ármanni var Níels Dungal með 23 stig og var traustur á vítalínunni allan leikinn, sérstaklega í restina þegar Þór gerði lokaáhlaup sitt til að ná Ármanni, og setti niður 9 af 11 vítum sínum, og gaf 6 stoðsendingar í leiknum. Sæmundur Oddsson var með 22 stig og 5 fráköst auk þess sem hann stýrði sóknarleik Ármenninga að öryggi.

Ármenningar urðu fyrir áfalli í lok leiksins þegar Richard og Sæmundur lentu í samstuði og Sæmundur virtist meiðast illa á hnéi, en eins og áður segir var Sæmundur búinn að eiga mjög góðan leik og því vonandi að hann verði ekki frá lengi fyrir Ármann.

Tölfræði leiksins

Mynd: Davíð Þór

Fréttir
- Auglýsing -