Árborg og ÍBV mættust á föstudagskvöldið í 2. deild KKÍ á Selfossi og lauk leiknum með sigri Árborgar 71 -63. Leikmenn ÍBV byrjuðu betur en eftir nokkrar mínútur náði Árborg forystunni og lét hana aldrei af hendi.
Lengst um var nokkurt jafnræði með liðunum en Árborg var þó alltaf skrefinu á undan og náði mest 15 stiga forystu. Í hálfleik var staðan 38 – 33 Árborg í vil. Atkvæðamestir í liði Árborgar voru Hjalti Magnússon með 14 stig og 7 fráköst, Gestur Guðjónsson 14 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur í lokafjórðung, Bragi þjálfari Bjarnason 13 stig og 5 stolna bolta og Guðmundur Á. Böðvarsson 8 stig og 8 stoðsendingar.
Næsti leikur Árborgar í deildinni er gegn Sindra frá Hornafirði í Iðu nk. föstudagskvöld.
Texti: Sverrir Sigurjónsson
Ljósmynd/ Úr safni: Frá leik Árborgar og Laugdæla fyrr á tímabilinu