spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóður leikur Tryggva ekki nóg í fyrri leik undanúrslita FIBA Europe Cup

Góður leikur Tryggva ekki nóg í fyrri leik undanúrslita FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap fyrir Chemnitz Niners í kvöld í fyrri leik undanúrslita FIBA Europe Cup, 73-98.

Tryggvi Snær átti ágætis leik þrátt fyrir tapið, lék tæpar 22 mínútur og skilaði 11 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 3 vörðum skotum, en hann var næst framlagshæstur í liði Bilabo í leiknum.

Ljóst er að þetta verður brekka fyrir Bilbao í seinni leiknum að vinna upp 25 stiga mun liðanna í seinni leiknum, en hann fer fram 3. apríl í Chemnitz í Þýskalandi.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -