spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóður leikur Tryggva ekki nóg fyrir Bilbao í fyrri leik 16 liða...

Góður leikur Tryggva ekki nóg fyrir Bilbao í fyrri leik 16 liða úrslita FIBA Europe Cup

Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap í fyrri leik sínum gegn Legia Warszava í 16 liða úrslitum FIBA Europe Cup, 83-64.

Tryggvi Snær lék tæpar 17 mínútur í leiknum og skilaði 10 stigum, 9 fráköstum, stoðsendingu, stolnum bolta og vörðu skoti, en hann var framlagshæstur í liði Bilbao í leiknum.

Leikið er heima og heiman og því ljóst að Bilbao bíður ærið verkefni að vinna með 19 stigum eða meira á heimavelli sínum til að tryggja sig áfram þann 13. mars.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -