spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaGóður leikur Elvars dugði ekki gegn Promitheas

Góður leikur Elvars dugði ekki gegn Promitheas

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola tap gegn Promitheas Patras í grísku úrvalsdeildinni í dag, 80-73.

Á tæpum 34 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 13 stigum, 2 fráköstum, 9 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var framlagshæstur í liði PAOK í leiknum.

PAOK eru á ágætis róli í deildinni þrátt fyrir tapið, en eftir leikinn eru þeir í 5. sætinu með 18 stig, 4 stigum fyrir neðan topplið Panathinaikos.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -