7:00
{mosimage}
Í gærkvöld tóku Þórsarar á móti Breiðabliki í 2. umferð Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Liðin byrjuðu leiktíðina misjafnlega, Þórsarar töpuðu á móti Keflavík í Keflavík en á meðan unnu Breiðablik Skallagrím á sínum heimavelli. Fyrir leikinn bjuggust áhorfendur við spennandi leik, en raunin varð önnur. Heimamenn byrjuðu leikinn af miklum krafti, misstu dampinn aðeins í lok annars leikhluta. En gestgjafarnir gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta og sigldu lygnan sjó í þeim fjórða og uppskáru góðan 95-71 sigur.
Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og hófu strax að pressa gestinna út um allan völl og náðu strax frumkvæðinu í leiknum. Þórsarar spiluðu grimma vörn og gáfu gestunum engan frið, hins vegar lögðu dómarar leiksins mjög harða línu og héldu fast við hana sem gerði það að verkum að heimamenn fengu nokkrar villur á sig. Gestirnir létu boltann ganga mjög vel sín á milli og komust mjög oft á vítalínuna. En sem betur fer fyrir heimamenn var vítanýting gestanna afar döpur fyrsta leikhlutann og því fóru heimamenn með átta stiga forskot inn í annan leikhluta, 21:13.
Annar leikhluti var mjög sveiflukenndur. Þórsarar slökuðu aðeins á í byrjun leiks og náðu gestirnir að nýta það og minnkuðu munin niður í fjögur stig, 30:26. Um miðjan fjórðunginn náðu heimamenn þó góðum spretti og juku forystuna aftur upp í 13 stig, 40:27. Eftir þennan góða sprett heimamanna slökuðu heimamenn aftur á og blikarnir nýttu sér það og náðu að minnka muninn niður í sjö stig 44:37 og þannig varð staðan þegar liðin fóru inn í búningsklefanna.
Þriðji leikhluti var ótrúlegur. Loksins áttu Þórsarar mjög góðan þriðja leikhluta sem í raun gerði útslagið. Heimamenn mættu mjög grimmir til leiks, vörnin var mjög góð hjá heimamönnum sem náðu þar af leiðandi að skapa sér fullt af hraðaupphlaupum sem þeir nýttu sér mjög vel. Þórsarar náðu að breyta stöðunni á skömmum tíma úr 44:37 í 66:44. Þar fóru þeir Jón Orri, Óðinn Ásgeirsson, Hrafn Jóhannesson, Cedric Isom og Guðmundur Jónsson fyrir heimamenn og spiluðu glimrandi vel. Í þriðja leikhluta sýndi t.a.m. Guðmundur Jónsson hversu öflugur leikmaður hann er og er gríðarlega mikill happafengur fyrir heimamenn. Þórsarar náðu að halda góðum mun í þriðja leikhluta og leiddu leikinn með 18 stigum, 72:54.
Fjórði leikhluti var mjög tíðinda lítill. heimamenn silgdu lygnan sjó, og Hrafn Kristjánsson þjálfari Þórs var duglegur að leyfa óreyndari leikmönnum að spreyta sig. Sama má segja um Einar Árna Jóhannsson sem róteraði liði sínu í fjórða leikhluta enda líka tveir leikmenn Breiðabliks komnir með fimm villur. En það sem dró mest til tíðinda í fjórða leikhlutanum var að leikklukkan í Höllinni klikkaði eitthvað og gera þurfti smá hlé á leiknum þegar um 1:30 voru eftir. Og einhverjir Blikar voru tilbúnir til að byrja leikinn upp á nýtt. En þeir Rögnvaldur og Jóhann Guðmundsson dómarar leiksins létu það ekki á sig fá og létu leikinn halda áfram. En lokatölur leiksins voru 95:71.
Viðtöl við leikmenn og þjálfara Þórs og Breiðabliks má lesa á heimasíðu Þórs.
Tölfræði leiksins
Sölmundur Karl Pálsson
Myndir: Rúnar Haukur Ingimarsson
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



