spot_img
HomeFréttirGóður endasprettur dugði ekki til gegn Grikkjum

Góður endasprettur dugði ekki til gegn Grikkjum

Undir 20 ára lið kvenna tapaði rétt í þessu gegn Grikklandi, 72-76 á Evrópumótinu í Oradea í Rúmeníu. Ísland tapaði fyrsta leikhluta 14-30 og má segja að Grikkir hafi lagt grunninn að sigrinum þar.

 

Ísland átti flottan lokafjórðung og komst yfir þegar rúm mínúta var eftir. Það dugði ekki til því Grikkir lönduðu sigri. Leikur dagsins var um 9-12 sæti B-deildar evrópumótsins og þýðir tapið að Ísland leikur um 11. sæti á morgun.

 

Atkvæðamest í íslenska liðinu var Thelma Dís Ágústsdóttir með 20 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar á rúmum 36 mínútum sem hún lék í leiknum. 

 

Úrslitin þýða að Íslenska liðið spilar um 11. sætið á morgun gegn Danmörku en Danir töpuðu gegn bretum með einu stigi rétt áðan. Ísland sigraði Danmörku í riðlakeppninni og verður því fróðlegt hvort liðið nái að leika það eftir. Leikurinn er kl 10:00 að Íslenskum tíma en hann er lokaleikur liðsins á mótinu. 

 

Tölfræði leiks

Hérna er meira um mótið

 

Upptaka af leiknum:

Fréttir
- Auglýsing -