spot_img
HomeFréttirGoðsögnin Oscar Schmidt heiðraður í heimalandinu

Goðsögnin Oscar Schmidt heiðraður í heimalandinu

15:49

{mosimage}
(Oscar Schmidt ásamt forseta Brasilíu Luiz Inacio)

Brasilíska körfuboltagoðsögnin Oscar Schmidt var á dögunum sæmdur heiðursmerkinu Ordem de Rio Branco af forseta Brasilíu Luiz Inacio. Heiðursmerkið er veitt þeim Brössum sem eru skilgreindir þjóðhetjur á þeirra sviði. Við athöfnina sagði Schmidt að hann væri afar stoltur og þetta væri mjög sérstök stund fyrir hann.

,,Að fá þetta heiðursmerki er einn mesti heiður sem mér hefur verið sýndur um ævina. Ég er mjög stoltur að vera Brasilíubúi. Ég hef alltaf lagt mig allan fram fyrir land mitt í öllum leikjum og að vera elskaður og dáður af brasilísku þjóðinni eru bestu launin. Mér er mikill heiður sýndur að vera veitt Ordem de Rio Brando frá forseta Brasilíu. Þetta er mjög sérstökt stund í lífi mínu,” sagði Oscar en foreldrar hans Oswaldo og Janira voru viðstödd athöfnina.

Landsliðsferill Oscars Schmidt er afar glæsilegur en hann lék með landsliðinu frá 1977 til 1996. Á þeim tíma lék hann 326 landsleiki og skoraði 7.693 stig. Meðal þeirra verðlauna sem landslið Brasilíu vann á þessum tíma voru bronsverðlaun á HM 1978 á Filippseyjum, gullverðlaun á Pan-American leikunum í Indianapolis í Bandaríkjunum 1987 og þrisvar sinnum varð Brasilía Suður-Ameríku meistari, 1977, 1983 og 1985.

Ólympíuleikarnir árið 1996 í Atlanta í Bandaríkjunum voru hans fimmtu Ólympíuleikar. Á þessum fimm leikum skoraði hann 1.093 stig og ákvað Alþjóðlega ólympíunefndin að veita honum ólympísku heiðursverðlaunin fyrir afrek hans á körfuknattleiksvellinum.

[email protected]

Mynd: fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -