spot_img
HomeFréttirGóðar horfur hjá ÍR

Góðar horfur hjá ÍR

12:31

{mosimage}

(Sveinbjörn Claessen með Bikarmeistaratitilinn í febrúar) 

Aðalfundur körfuknattleiksdeildar ÍR fór fram sl þriðjudag. Fram kom að starfsemi deildarinnar er blómleg um þessar mundir, mikil fjölgun í yngriflokkastarfinu, en frekar þunnskipaðir hópar á aldursbilinu 15-19 ára. Góð teikn eru á lofti um að enn fjölgi og greinilegt að körfuboltinn nýtur vaxandi vinsælda. Íþróttalegur árangur var með ágætum. Frá þessu er greint á www.ir-karfa.is   

Fjárhagsstaða deildarinnar batnaði verulega frá fyrra ári, en nú varð rúmlega 800 þús kr hagnaður af rekstri deildarinnar. Verulega hefur verið saxað á skuldir og nú er fyrirsjáanlegt að deildin verði orðin með öllu skuldlaus eftir tvö ár. Stjórn deildarinnar var endurkjörin til næsta árs, með þeirri viðbót að Guðmundur Ólafsson kemur nýr inn sem gjaldkeri. Meistaraflokksráð var sömuleiðis endurkjörið, en í það bætast nú þeir Eggert Maríuson og Ómar Örn Sævarsson. Í unglingaráðið bætist Ari Sigurðsson. Samkvæmt þessu styrkjast nú stjórnir og ráð deildarinnar sem gefur fyrirheit um enn öflugri starfsemi á næsta ári.

 

www.ir-karfa.is

Fréttir
- Auglýsing -