Íslenska landsliðið æfði í fyrsta sinn í Hartwall höllinni í Helsinki þar sem leikirnir í A-riðli fara fram. Jón Arnór Stefánsson einn mikilvægasti leikmaður Íslenska liðsins var með og gat beitt sér að fullu í dag. Frá þessu greinir Haukur Harðarson íþróttafréttamaður RÚV á Twitter í dag en hann er staddur í Helsinki.
Jón Arnór hefur ekki tekið þátt í æfingaleikjum Íslands síðan síðan í leikjunum gegn Belgíu fyrr í sumar. Hann hefur glímt við nárameiðsli í sumar en hefur ásamt læknum og sjúkraþjálfurum landsliðsins fundið bót á meiðslunum. Það virðist nú hafa borið árangur en enn er óljóst hversu mikið hann getur tekið þátt í fyrsta leik.
Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik mótsins næstkomandi fimmtudag kl 13:30 að íslenskum tíma.
Góðar fréttir frá Helsinki. Geitin,@jonstef9, gat beitt sér að fullu á æfingu dagsins. Of snemmt að tala um míns, en skítlúkkaði! #emruv _x1f410_
— Haukur Harðarson (@HaukurHardarson) August 29, 2017