spot_img
HomeFréttirGóð byrjun Þórs dugði ekki gegn sterkum KR ingum

Góð byrjun Þórs dugði ekki gegn sterkum KR ingum

 

Leikur Þórs og KR í 8 liða úrslitum Dominosdeildar sem fram fór í íþróttahöllinni í dag var hin besta skemmtun og var leikurinn jafn og spennandi allt fram í þriðja leikhluta.

 

Þórsarar mættu mjög ákveðnir til leiks og ætluðu greinilega að selja sig dýrt eftir tap í fyrsta leik liðanna sem fram fór í DHL höllinni. Þórsarar höfðu yfirhöndina allan fyrsta leikhlutann og komust m.a. í 11-2 en þá kom ágætur kafli KR sem minnkaði muninn í 13-7. Þór vann leikhlutann með tveim stigum 18-16.

 

Þór hóf leik í öðrum fjórðungi af krafti og skoruðu fyrstu fimm stigin og staðan orði 23-16 eftir þriggja mínútna leik. Þegar þrjár mínútur lifðu af leikhlutanum náðu gestirnir að jafna 28-28 en Þór svaraði um hæl með fimm stigum 33-28. Þór vann leikhlutann með tveim stigum og leiddi í hálfleik 36-32.

 

KR ingar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og komust yfir í fyrsta sinn í leiknum 37-40 eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að leiða leikinn næstu mínúturnar en undir lok leikhlutans hrökk allt í baklás hjá Þór á meðan allt gekk upp hjá gestunum. KR vann leikhlutann 15-25 og staðan þegar loka kaflinn hófst  51-57.

 

Hvorki gekk né rak hjá Þór í upphafi fjórða leikhluta, hittnin slök og mikið um feilsendingar og gestirnir gengu á lagið og þegar leikhlutinn var hálfnaður hafði Þór aðeins skorað 3 stig á móti 13 gestanna. Sextán stigum munaði þá á liðunum 54-70. Þessi munur hélst að mestu út leikinn og KR fagnaði sautján stiga sigri 81-64 og leiða nú 2-0 í rimmu liðanna í að komast í undanúrslit.

 

Tryggvi Snær var stigahæstur Þórs með 20 stig og 5 fráköst, Darrel Lewis var með 19 stig 5 fráköst og 3 stoðsendinga, George Beamon var með 15 stig og 12 fráköst, Ingvi Rafn 6 stig og Ragnar Helgi 4 stig.

 

Hjá KR var Brynjar Þór og Jón Arnór með 18 stig hvor, Pavel Ermolinskij 10 stig 12 fráköst og 5 stoðsendingar, Darri Hilmarsson, Sigurður Þorvaldsson og Philip Alawoya 9 stig hver, Þórir Guðmundur 4 stig og þeir Snorri Hrafnkelsson og Vilhjálmur Kári 2 stig hvor.

 

Liðin mætast aftur í DHL höllinni þriðjudagskvöldið 21. mars kl. 19:15 og þar verða okkar menn að landa sigri að öðrum kosti eru þeir úr leik.

 

Eins og áður segir var leikurinn hin besta skemmtun og vert að hrósa stuðningsmönnum Þórs fyrir frábæran stuðning. Þeir voru drifnir áfram af Mjölnismönnum sem voru hreint út sagt frábærir í dag. Þá er rétt að hrósa þeim fáu stuðningsmönnum KR sem mættu í höllina með trommur, þeir voru flottir.

 

Gangur leiks:

18-16 / 18-16 (36-32) 15-25 / 13-24

 

Tölfræði leiks

Myndasafn

 

Viðtöl:

 

Fréttir
- Auglýsing -