spot_img
HomeFréttirGóð byrjun Íslands ekki nóg gegn Rúmeníu

Góð byrjun Íslands ekki nóg gegn Rúmeníu

Ísland tapaði gegn Rúmeníu í leikjunum um 9-12 sæti B-deildar evrópumóts U20 landsliða kvenna. Leiknum lauk fyrir stuttu en tap þýðir að Ísland spilar um 11. sæti á morgun. 

 

Ísland byrjaði frábærlega og var 19-13 yfir eftir fyrsta leikhluta. Rúmenía gekk á lagið og hitti frábærlega í öðrum leikhluta og náði þar með 34-28 forystu fyrir hálfleikinn. Sérlega dapur þriðji leikhluti fór hinsvegar illa með Íslenska liðið þar sem einu stig liðsins komu frá Ísabellu Ósk. Rúmenía vann þriðja leikhluta 12-2 og þar með var hola íslenska liðsins orðin ansi djúp. 

 

Ísland barðist hetjulega og reyndi hvað það gat að komast aftur inní leikinn en Rúmenía hélt foyrstu sinni og unnu að lokum 56-44 sigur á Íslandi. Það þýðir að Ísland lendir í ellefta eða tólfta sæti á mótinu af tólf liðum. Ísland mætir Írlandi í síðasta leik mótsins á morgun kl 12:45 að íslenskum tíma. 

 

Emelía Ósk Gunnarsdóttir var stigahæst hjá Íslandi í dag með 14 stig en Thelma Dís Ágústsdóttir og Linda Þórdís Róbertsdóttir Barðdal voru báðar með 12 fráköst í leiknum. Íslenska liðið hitti ákaflega illa í dag og má segja að þar hafi munurinn á liðunum einna helst legið. 

 

Tölfræði leiksins

 

Mynd / Fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -