spot_img
HomeFréttirGóð byrjun ekki nóg gegn Hvíta Rússlandi - Ágúst: Auðvitað hefði maður...

Góð byrjun ekki nóg gegn Hvíta Rússlandi – Ágúst: Auðvitað hefði maður viljað byrja á sigri

Undir 20 ára lið karla tapaði í kvöld sínum fyrsta leik á Evrópumótinu í Matosinhos fyrir liði Hvíta Rússlands, 74-79.

Það var Ísland sem byrjaði leik dagsins mun betur. Leiddu með 14 stigum eftir fyrsta leikhluta, 28-14. Undir lok fyrri hálfleiksins náðu liðsmenn Hvíta Rússlands þó aðeins að komast inn í leikinn, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var Ísland þó enn 11 stigum yfir, 41-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins náði Hvíta Rússland svo að snúa taflinu sér í vil. Sigruðu þriðja leikhlutann með 16 stigum, fóru því með 5 stiga forystu inn í lokaleikhlutann. Í honum gerði Ísland svo vel í að missa þá ekki of langt frá sér, sem að lokum skipti þó engu máli, sigur Hvíta Rússlands með 5 stigum staðreynd.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Hilmar Pétursson, en á 30 mínútum spiluðum skoraði hann 20 stig, tók 5 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og stal 3 boltum.

Tölfræði leiks

Hérna er upptaka af leiknum

Fréttaritari Körfunnar í Matosinhos spjallaði við þjálfara Íslands, Ágúst Björgvinsson, eftir leik.

Fréttir
- Auglýsing -