spot_img
HomeFréttirGóð byrjun dugði skammt gegn Hvíta-Rússlandi

Góð byrjun dugði skammt gegn Hvíta-Rússlandi

Íslenska U18 landslið kvenna tapaði í kvöld gegn Hvíta-Rússlandi í riðlakeppni B-deildar evrópumótsins sem fram fer í Dublin á Írlandi þessa dagana. 

 

Íslenska liðið byrjaði mjög vel og leiddi 17-14 eftir fyrsta leikhluta. Í öðrum leikhluta gekk Íslandi mjög illa að hitta en vörn Hvít-Rússa hertist nokkuð. Eftir þetta komst Hvíta-Rússland á bragðið og jók forystuna örugglega í síðari hálfleik. Munurinn varð mest 32 stig fyrir HvítRússum en leiknum lauk með 73-43 sigri Hvíta-Rússlands og leitar Ísland því enn að fyrsta sigri mótsins. 

 

Birna Valgerður Benónýsdóttir var stigahæst íslendinga með 13 stig en Þóranna Kika Hodge-Carr var sterkust í liðinu en hún endaði með 8 stig, 9 fráköst, 6 stoðseningar og 3 stolna bolta. 

 

Ísland fær tvo frídaga í röð núna þar sem liðið á að leika við Danmörku á morgun en liðið sendi ekki lið til leiks vegna meiðsla. Íslenska liðið getur því fagnað 20-0 sigri á morgun. Næsti leikur Íslands er því á þriðjudaginn en þá mætir liðið Austurríki sem vann 40 stiga sigur á Albaníu í kvöld. 

 

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -