spot_img
HomeFréttirGóð aðsókn á leiki Bakken bears

Góð aðsókn á leiki Bakken bears

7:06

{mosimage}

Dönsku meistararnir í Bakken bears hafa verið í miklum meðbyr undanfarin ár, unnið marga tila heimafyrir og tekið þátt í Evrópukeppni. Í frétt á heimsíðu félagsins á dögunum segja þeir frá því að heimavöllur þeirra sé sprunginn utan af þeim og þeir verði að flytja í stærri höll.

Það er þó ekki langt fyrir þá þar sem þeir eru hluti af Århus Elite sem er móðurfélag knattpsyrnuliðsins AGF, handboltaliðsins Århus GF og svo Bakken bears og hefur félagið yfir mörgum sölum að ráða við hlið knattspyrnuvallarins. Bakken hefur hingað til leikið í sal þar sem er pláss fyrir 1800 áhorfendur en hafa leikið einn og einn leik í sal sem tekur 5000 áhorfendur og hefur hingað til eingöngu verið heimavöllur handboltaliðsins. Nú er svo komið að Bakken mun leika alla leiki sína í stóra salnum, uppgjör vetrarins sýndi að meðalaðsókn á leiki þeirra voru 1240 áhorfendur. Bakkenmenn leika sér að því að bera það saman við aðsókn handboltaliðanna tveggja sem leika til úrslita í danska handboltanum þessa dagana, FCK sem var með 874 áhorfendur á leik í vetur og svo GOG Svendborg sem var með 1159 áhorfendur á leik í vetur. Það má þó geta þess að meðalaðsókn á leik í handboltanum var 1403 áhorfendur.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig Bakken gengur á nýjum velli næsta vetur, sem þó er ekki alveg nýr því þeir hafa spilað 15 leiki þarna hingað til og ekki tapað neinum.

[email protected]

Mynd: www.bakkenbears.dk

 

Fréttir
- Auglýsing -