spot_img
HomeFréttirGnúpverjar upp í 1. deild í fyrsta sinn

Gnúpverjar upp í 1. deild í fyrsta sinn

 

Í gær áttust Gnúpverjar og Leiknir Reykjavík við í Kennaraháskólanum og voru verðlaunin ekki af verri endanum, sæti í 1. deild á næsta tímabili. Svo fór að Gnúpverjar höfðu 20 stiga sigur og fögnuðu því innilega í leikslok, Gnúpverjar höfðu yfirhöndina mestallan leikinn og voru 13 stigum yfir í hálfleik. Leikurinn var ansi harður og var frekar mikill hiti í mönnum, dæmdar voru heilar 66 villur á leikmenn liðanna og þar af 5 tæknivillur.

 

Þetta er annað árið í röð sem að Gnúpverjar fara upp um deild og verður það að teljast vel af sér vikið.

 

Stigahæstir Gnúpverja voru þeir Ásgeir Nikulásson með 19 stig og Þórir Sigvaldason setti 17. Hjá Leikni voru það Dzemal Licina með 20 stig og Kristinn Einarsson með 15 stig sem voru atkvæðamestir.

 

Við óskum Gnúpverjum til hamingju og minnum á leikinn um hitt lausa sætið í 1. deild sem er í kvöld kl 19:30 en þar mætast Hrunamenn/Laugdælir og KV.

 

 

 

Sigurður Orri Kristjánsson

Fréttir
- Auglýsing -