spot_img
HomeFréttirGlobetrotters sigruðu Generals

Globetrotters sigruðu Generals

 

Kannski ekki stórfréttir en í kvöld fór fram fyrri viðureign Harlem Globetrotters og Washington Generals í TM höllinni í Keflavík.  Leikurinn í raun aukaatriði eins og vanalega er hjá þessum liðum en tilþrifin flott og show-ið gríðarlega flott hjá Globetrotters og fleirum.  Bæði ungir sem aldnir fengu að taka þátt í sýningunni eins og myndasafn á Facebook síðu Karfan.is sýnir. 

 

Margt óvenjulegt er við þessa leiki en t.a.m hafa þeir tekið frumkvæðið og sett upp fjögurra stiga línu og gaf hún nokkuð vel þetta kvöldið. 

 

Leikurinn sjálfur endaði á því að Jumping Joe tróð með tilþrifum á loka sekúndu leiksins og Globetrotters sigruðu leikinn. 

Fréttir
- Auglýsing -