spot_img
HomeFréttirGlímudrottning og frákastavél í Hamar

Glímudrottning og frákastavél í Hamar

Glíma og körfuknattleikur eiga litla samleið í heimi íþróttanna og undir það tekur Marín Laufey Davíðsdóttir leikmaður Hamar og ný kjörin Glímudrottning íslands fjórða árið í röð. “Tæknilega séð þá nýtist glíman mér lítið í körfuboltanum en auðvitað þarf maður að geta staðið fast í lappirnar.” sagði Marín í samtali við Karfan.is
 Marín hefur verið iðin við kolann að hrifsa fráköst fyrir Hamarsliði og státar hún að 10 slíkum á leik þetta tímabilið.  Í þeirri hörðu baráttu sem er í teignum lá beinast við að spurja hvort henni freystaðist ekki til að taka “ippon” á andstæðingum sínum. “Jú, það er oft mjög freistandi svona í hita leiksins að taka hælkrók eða klofbragð á stelpunum, að minnsta kosti ýta aðeins við þeim. Ég er bara hrædd um að dómararnir myndu ekki vita hvað þeir ættu að dæma ef ég færi að skella mönnum á bakið með glímubragði.” sagði Marín og glotti við. 
Fréttir
- Auglýsing -