spot_img
HomeFréttirGlíman um Reykjanesið hefst í kvöld

Glíman um Reykjanesið hefst í kvöld

Í kvöld eru það Grindvíkingar og Njarðvíkingar sem leggja af stað inn í sitt undanúrslitaeinvígi í Domino´s deild karla en liðin mætast þá í Röstinni kl. 18:00. KR og Stjarnan hófu sína glímu í gær þar sem KR marði sigur eftir æsispennandi og framlengdan slag.
 
 
Grindvíkingar eru bæði ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar og luku keppni í 3. sæti deildarkeppninnar en Njarðvíkingar höfnuðu í fjórða sæti. Grindavík fór 3-1 í gegnum Þór Þorlákshöfn í 8-liða úrslitum en Njarðvíkingar fóru 3-0 í gegnum Hauka í 8-liða úrslitum.
 
Njarðvíkingum hefur vægt til orða tekið gengið illa gegn Grindavík síðustu ár en Grindvíkingar sendu Njarðvíkinga m.a. í sumarfrí á Bullock-tímabilinu sínu á þarsíðustu leiktíð.
 
Grindvíkingar unnu báðar deildarviðureignir liðanna á tímabilinu. Fyrri leikurinn fór 79-75 í Röstinni en seinni leikurinn sem fram fór í Ljónagryfjunni lyktaði með 79-90 útisigri Grindvíkinga. 
 
Mikið mun mæða á þessum köppum hér að neðan í seríunni en hér eru þeir fimm leikmenn sem koma best út sem lið í +/- tölfræðinni.
 
Grindavík:
Lewis Clinch Jr., Ólafur Ólafsson, Jóhann Árni Ólafsson, Ómar Sævarsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (+81)
 
Njarðvík:
Elvar Már Friðriksson, Logi Gunnarsson, Maciej Baginski, Hjörtur Hrafn Einarsson og Tracy Smith Jr. (+38)
  
Fréttir
- Auglýsing -