Tveir rosalegir körfuboltaleikir eru á dagskránni í kvöld en þá fara fram oddaleiki í 8-liða úrslitum karla. Haukar fá Keflavík í heimsókn í Schenkerhöllina og Njarðvík tekur á móti Stjörnunni í Ljónagryfjunni. Sigurvegarar kvöldsins arka áfram inn í undanúrslit en tapliðin halda áleiðis í sumarfrí.
Fyrir þá sem eru alveg sjúkir þá er búið að búa svo um hnútana að viðureign Hauka og Keflavíkur hefst kl. 16:00 í Hafnarfirði en viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar kl. 19:15 í Ljónagryfjunni. Það ætti því enginn að missa af einni einustu mínútu þennan daginn.
Haukar-Keflavík
Keflvíkingar tóku 2-0 forystu í einvíginu en Hafnfirðingar hafa barið sér leið aftur inn í ljósið en þessir fjórir leikir liðanna hafa verið hnífjafnir spennubardagar. 2-2.
Njarðvík-Stjarnan
Aðeins heimavallarsigrar í þessari seríu hingað til. Verður það niðurstaða kvöldsins eða tekst Stjörnumönnum að finna sigur í Ljónagryfjunni? 2-2.
Ekki láta þig vanta!
Fjölmennum á völlinn.
Mynd/ Logi og Njarðvíkingar taka á móti Stjörnunni í Ljónagryfjunni kl. 19:15 í kvöld.



