spot_img
HomeFréttirGlæstur sigur 16 ára liðsins

Glæstur sigur 16 ára liðsins

12:39
{mosimage}

 

(Haukur Helgi átti góðan dag fyrir landsliðið) 

 

U 16 ára lið Íslands í karlaflokki hafði öruggan 104-80 sigur á Norðmönnum í sínum fyrsta leik á Norðurlandamóti unglinga í Solna í Svíþjóð í morgun. Haukur Helgi Pálsson fór á kostum í liði Íslands með 30 stig, 10 fráköst og 5 stolna bolta á rétt rúmum 24 mínútum í leiknum.

 

Jafnt var á með liðunum í upphafi leiks en undir lok fyrsta leikhluta small vörnin saman hjá Íslendingum og áttu Norðmenn engin svör við vel þjálfaðri og grimmri pressuvörn. Ísland seig fram úr á lokaspretti fyrsta leikhluta og staðan að honum loknum var 19-13 fyrir Ísland.

 

Í öðrum leikhluta tóku Íslendingar öll völd. Björn Kristjánsson hitnaði við þriggja stiga línuna og liðið lék frábærlega sem ein liðsheild. Norðmenn voru þó grimmari í fráköstunum en réðu ekkert við hraðann og áræðnina í leik Íslendinga. Þegar blásið var til hálfleiks var staðan orðin 64-32 fyrir Ísland og næsta víst í hvað stefndi.

 

Norðmenn gáfust ekki upp en Íslendingar voru sterkari í þriðja leikhluta og staðan því 51-88 fyrir fjórða leikhluta. Leiknum lauk svo í stöðunni 104-80 fyrir Ísland sem spilaði á öllum sínum mönnum enda engin ástæða til að labba frekar yfir Norðmenn eða þreyta liðið að óþörfu í fyrsta leiknum.

 

Félagarnir Haukur Helgi Pálsson, Björn Kristjánsson og Hjalti Valur Þorsteinsson fóru mikinn fyrir Ísland en aðrir leikmenn áttu einnig góðan dag.

 

Stigaskor Íslands

 

Haukur Helgi Pálsson 30

Björn Kristjánsson 20

Hjalti Valur Þorsteinsson 18

Elvar Sigurðsson 12

Ólafur Helgi Jónsson 8

Oddur Ólafsson 5

Óli Alexandersson 4

Anton Örn Sandholt 3

Andri Þór Skúlason 2

Styrmir Gauti Fjeldsted 2

 

[email protected]

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -