spot_img
HomeFréttirGlæsilegur endurkomusigur Íslands gegn Hollandi á Evrópumótinu í Georgíu

Glæsilegur endurkomusigur Íslands gegn Hollandi á Evrópumótinu í Georgíu

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Holland rétt í þessu á Evrópumótinu í Georgíu, 76-78. Sigur Ísland í leiknum var nokkuð sterkur þar sem þeir unnu upp 17 stiga forystu Hollands úr fyrri hálfleiknum.

Atkvæðamestur fyrir Ísland í leiknum var Orri Gunnarsson með 23 stig. Honum næstur var Þorvaldur Orri Árnason með 14 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar.

Ísland hefur því unnið einn og tapað einum það sem af er móti, en næsti leikur þeirra í riðlakeppninni er kl. 17:15 á morgun gegn Rúmeníu.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -