22:47
{mosimage}
Streetball mótið sem Fjölnir hélt í dag heppnaðist mjög vel. Það var góð þátttaka, alls 17 lið og fjórir í hverju liði. Hver leikur var 10 mín eða upp í 7 stig.
Grillaðir voru hamborgarar og gos með því. Veðrið var gott til að byrja með fyrstu tvo klukkutímana sól inn á milli skýjanna og svo kom rigning og þá var völlurin orðinn of blautur til að spila á og var því mótið flutt upp í Dalhús höfuðstöðvar Fjölnismanna og mótið klárað þar inni með miklum töktum.
Allt gekk þetta vel og voru hörkuspennandi leikir spilaðir, framlengt í nokkrum leikjum og sigurvegarar dagsins voru þeir Pálssynir, Maggi, Tryggvi og Haukur sem spila með Fjölni og svo troðslukappinn frá Grindavík sem var Ólafur Ólafafsson, liðið þeirra hét "Gladiator"
Síminn gaf flott verðlaun fyrir sigurliðið, Adidas íþróttasíma.
Karl West Karlsson var með myndavél á lofti og smellti nokkrum myndum af mótinu.
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}
{mosimage}



