spot_img
HomeFréttirGinobili svartsýnn á að geta spilað í sumar

Ginobili svartsýnn á að geta spilað í sumar

07:00

{mosimage}

Argentínski snillingurinn Manu Ginobili gæti misst af Ólympíuleikunum í sumar en þessi snjalli leikmaður San Antonio í NBA-deildinni er að kljást við erfið ökklameiðsli og má hann ekki hreyfa ökklann næstu þrjár til fjórar vikurnar.

Gregg Popovich, þjálfari Manu hjá San Antonio, vonast til að hann spili ekki í sumar og óttast hann að meiðslin gætu ágerst ef hann spilar. ,,Mínar áhyggjur eru þær að þetta versni. Hann þarf að hugsa vel og vandlega um heilsuna.”

Ginobili sagði á blaðamannafundi að ástandið væri verra en hann hafði gert ráð fyrir. ,,Í fyrsta lagi vil ég segja að ökklameiðslin eru alvarlegri en ég bjóst við. Eftir að tímabilinu lauk fór ég í nokkrar skoðanir á vinstri ökklanum og þá kom í ljós að það væri vökvi þarna og að liðbandið væri of breitt,” sagði Ginobili sem mun gangast undir fleiri rannsóknir í næsta mánuði en óttast að ekkert verði af þátttöku sinni á Ólympíuleikunum.

[email protected]

Mynd: Fiba.com

Fréttir
- Auglýsing -