spot_img
HomeFréttirGindavík afgreiddi Keflavík

Gindavík afgreiddi Keflavík

Grindavík sigraði Keflavík í 13. umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta fyrr í kvöld á heimavelli sínum, í Röstinni, með 79 stigum gegn 70.
 

 

Leikurinn fór frekar illa af stað fyrir heimamenn, en eftir um 5 mínútna leik voru Keflavíkurstúlkur komnar með 11 stiga forskot á meðan að Grindavík átti enn eftir að skora körfu. Þá tók Grindavík leikhlé og kom mun sterkara til baka inn í leikinn og hafði, þegar leikhlutinn kláraðist, náð að jafna leikinn aftur í 23 stigum á móti 23.

 

Mikið jafnræði var á með liðunum bæði í 2. og 3. leikhlutanum og fyrir lokaleikhlutan voru það aðeins 3 stig sem skildi liðin að. Það var ekki í raun fyrr en nokkrar mínútur lifðu eftir af leiknum sem að Grindavík náði að slíta sig frá Keflavík. Þær náðu þó að halda það út og unnu leikinn þeim mesta mun sem þær höfðu haft í leiknum, 79 stig gegn 70.

 

Maður leiksins var leikmaður Grindavíkur, Rachel Tecca, sem skilaði hæstu framlagi allra leikmanna á vellinum, eða 46 stigi, en hún skoraði 24 stig, tók 20 fráköst og gaf 7 stoðsendingar.

 

Punktar:

  • Grindavík skutu 55% af gjafalínunni á móti 47% hjá Keflavík.
  • Grindavík tapaði 20 boltum í leiknum.
  • 3 leikmenn hvors liðs skoruðu 10 stig eða meira í leiknum.
  • Keflavík tók 47 fráköst, en Grindavík 52.
  • Grindavík gaf 27 stoðsendingar, en Keflavík 14.

 

Myndasafn 

Tölfræði 

 

 

Grindavík-Keflavík 79-70 (23-23, 21-18, 17-17, 18-12)

 

Grindavík: Rachel Tecca 24/20 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, María Ben Erlingsdóttir 18, Petrúnella Skúladóttir 13/10 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 7/5 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Jeanne Lois Figeroa Sicat 6, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Hrund Skuladóttir 0, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 0, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 0, Katrín Ösp Rúnarsdóttir 0, Ásdís Vala Freysdóttir 0.

 

Keflavík: Carmen Tyson-Thomas 19/11 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 10/6 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 10, Ingunn Embla Kristínardóttir 9, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 7/6 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 7/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 4, Thelma Dís Ágústsdóttir 4, Marín Laufey Davíðsdóttir 0, Lovísa Falsdóttir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 0.

 

Dómarar: Jón Bender, Aðalsteinn Hrafnkelsson

 

 

Umfjöllun,myndir,viðtöl/ Davíð Eldur

Pálína – Grindavík:

 

Sigurður Ingimundarson – Keflavík:

 
Fréttir
- Auglýsing -