spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGífurlega erfiður dagur Giannis Agravanis

Gífurlega erfiður dagur Giannis Agravanis

Íslandsmeistarar Stjörnunnar máttu þola tap í gær gegn KR á Meistaravöllum eftir framlengdan fyrsta leik Bónus deildar karla, 102-98.

Einn besti leikmaður vallarins í gær var leikmaður Stjörnunnar Giannis Agravanis, en framan af leik setti hann körfur í öllum regnbogans litum og virtust KR-ingar ekkert ráða við þann sóknarþunga sem hann gaf Íslandsmeisturunum. Ásamt honum náði Orri Gunnarsson að halda Stjörnunni inni í leiknum lengi vel, en þegar líða tók á seinni hálfleikinn fór að bera á meiðslum hjá Giannis. Svo slæm voru þau reyndar að hann náði ekkert að beita sér undir lok leiksins, en þegar hann var á enda hafði hann sett 20 stig, tekið 11 fráköst og gefið 6 stoðsendingar á aðeins rúmum 27 mínútum spiluðum.

Til að bæta gráu ofaná svört meiðsl og tap fyrir leikmanninn knáa tilkynnti KKÍ einnig að hann þyrfti að sæta sekt í gær fyrir háttsemi sína í æfingaleik gegn Álftanesi á dögunum, en sektin sem Giannis þarf að reiða af hendi er upp á 15.000 krónur.

Úrskurður

Agamál 06/2025-2026

Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál skal hinn kærði, Giannis Agravanis, leikmaður Stjörnunnar, sæta 15.000 króna sekt vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar gegn Álftanes, sem fram fór þann 23 september 2025.

Fréttir
- Auglýsing -