Gríska landsliðið í körfubolta undirbýr sig þessa dagana fyrir Eurobasket 2017 sem hefst eftir litla 15 daga. Grikkland lék á dögunum æfingaleik við Svartfjallaland sem liðið vann með tveimur stigum.
Helsta stjarna liðsins er án efa Gríska undrið Giannis Antetokounmpo leikmaður Milwaukee Bucks en hann fékk verðlaun fyrir mestu framfarir (Most Improved) í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Hann er risa stjarna í NBA þessi dægrin og verður gaman að sjá íslenska liðið kljást við hann á mótinu.
Giannis var með læti í þessum æfingaleik en hann endaði með 20 stig, 9 fráköst og 3 stoðsendingar. En það voru aðallega tilþrifin sem standa uppúr. Í þriðja leikhluta ver hann bolta frá leikmanni Svartfjallalandi með ótrúlegum tilþrifum og treður svo yfir leikmenn liðsins stuttu síðar á ævintýralegan máta.
Ísland mætir einmitt Grikklandi í fyrsta leik Eurobasket þann 31. ágúst næstkomandi. Leikurinn hefst kl 13:30 á íslenskum tíma og verður spennandi að sjá hvaða leikmaður Íslands mun dekka gríska undrið.
Myndband af tilþrifum Giannis má finna hér að neðan:
Mynd / Eurohoops.net