spot_img
HomeFréttirGía: Ég er betri í körfubolta en hann

Gía: Ég er betri í körfubolta en hann

 

Pör bræðra eru dómarar Gunnar og Sigurður Valgeirsson, feðginin Kristjana Eir Jónsdóttir og Jón Guðmundsson, nokkur pör feðga, Ísak Kristinsson og Kristinn Óskarsson, Einar Skarphéðinsson og Þorkell Már Einarsson, Sveinn Björnsson og Kristinn Sveinsson, Georg Andersen og Viktor Andersen, Sigvaldi Ingimundarson og Jón Ingi Sigvaldason, Magnús Ingi Óskarsson og Magnús Ingi Óskarsson svo einhverjir séu nefndir.

 

Þó er það ekki oft, ef einhverntíman áður sem að við höfum séð bróður og systur dæma. Hvað þá saman. Þessa bikarhelgina fáum við þó í tvígang að sjá systkinin Davíð Tómas Tómasson og Georgiu Olgu Kristiansen dæma tvo leiki saman. Saman dæmdu þau úrslitaleik 10. flokks stúlkna á milli Keflavíkur og Njarðvíkur síðastliðinn föstudag, sem og dæma þau annan, úrslitaleik unglingaflokks kvenna saman nú kl. 13:45. Við heyrðum aðeins í þeim við tilefnið.

 

Afhverju fóruð þið að dæma?

Gía: “Eftir að hafa æft og spilað körfu í 15 ár, lengst af með KR varð ég að hætta vegna meiðsla 25 ára gömul. Gunnar Freyr fyrrverandi dómari og nú starfandi í dómaranefnd KKÍ skoraði á mig að mæta á námskeið og ég gerði það. Ári seinna var Davíð bróðir farinn að dæma líka”

Davíð: “Ég byrjaði í raun að dæma út af Gíu. Hún fór byrjaði að dæma og kom heim einn daginn með glampa í augunum og gat ekki hætt að tala um hvað það hefði verið gaman í einhverjum leik sem hún var að dæma. Þá hugsaði ég "Vá .. ég verð að prófa þetta" Enda hef ég alla tíð apað allt upp eftir henni”

 

Hvað hafið þið verið lengi að dæma?

Gía: “Mig minnir að ég hafi tekið dómaraprófið 2006 en ferillinn minn hefur verið slitróttur vegna meiðsla. En ástæðan fyrir því að ég held samt alltaf áfram er vegna þess hversu frábær lífstíll þetta er. Maður er alltaf að bæta sig, betri í dag en í gær”

Davíð: “Ég hef verið að dæma í 10 ár. Með smá pásu”

 

Hvernig er að dæma með Gíu?

Davíð: “Það er frábært að dæma með Gíu. Hún er með mjög mikinn leikskilning og það hjálpar alltaf þegar maður er að dæma. Svo náum við svo vel saman, þekkjum hvort annað vel og vitum hvað hvort annað er að hugsa”

 

Gía: “Mér finnst frábært að dæma með Davíð Tómasi, hann kann þetta svo vel og er auk þess gæddur þeim eiginleikum að gera aðra betri í kringum sig.. líkt og góðir leikmenn í körfunni. Honum leiðist heldur ekki að vera betri en systir sín í einhverju”

 

Hvor ykkar er betri dómarinn?

Gía: “Davíð er kannski betri að dæma en ég en ég er betri í körfubolta en hann”

Davíð: “Gía er sterk á sviðum sem ég er ekki eins sterkur og ég er sterkari en hún annarsstaðar. Við jöfnum hvort annað svolítið út”

 

 

Mynd / Fyrir leik 10. flokks stúlkna, með þeim á myndinni er Jóhannes Páll Friðriksson

 

 

 

Fréttir
- Auglýsing -