spot_img
HomeFréttirGetur Grindavík bjargað sér frá falli? - Heil umferð í kvöld

Getur Grindavík bjargað sér frá falli? – Heil umferð í kvöld

Fjórir leikir fara fram í 23. umferð Dominos deildar kvenna í kvöld. Baráttan er mikil á öllum vígvöllum deildarinnar og því fer hver leikur að verða mikilvægari fyrir úrslitakeppnina. 

 

Grindavík sem er enn í leit að sigri á árinu 2017 fær Keflavík í heimsókn sem vann góðan sigur á Stjörnunni í síðustu umferð. Sjónvarpsleikur umferðarinnar er Stjarnan-Skallagrímur en Skallagrímur hefur tapað tveimur leikjum frá bikarúrslitunum en Stjarnan vann einmitt Skallagrím þegar liðin mættust í Ásgarði í byrjun tímabils.

 

Topplið Snæfells fær Njarðvík í heimsókn en Njarðvík vann góðan liðssigur á Val í síðustu umferð. Þá mæta Valskonur í Hafnarfjörð þar sem Haukar freista þess að sækja annan sigurinn í röð. Óvíst er um þátttöku Brezzy Williams fyrir Hauka en hún var ekki með í síðasta leik. Valsliðið hefur sýnt ótrúlegan óstöðugleik í vetur og aldrei víst hvaða lið mætir til leiks.

 

Staðan í Dominos deild kvenna fyrir leiki kvöldsins

 

Leikir dagsins: 

 

Grindavík – Keflavík kl 19 15

Stjarnan – Skallagrímur kl 19:15 (Í beinni á Stöð 2 sport)

Snæfell – Njarðvík kl 19:15

Haukar – Valur kl 19:15 (Í beinni á Haukar TV)

Fréttir
- Auglýsing -