spot_img
HomeFréttirGeta Tindastóll og Þór tryggt sér oddaleiki?

Geta Tindastóll og Þór tryggt sér oddaleiki?

 

Tveir leikir eru í kvöld í 8 liða úrslitum Dominos deildar karla. Í Þorlákshöfn taka heimamenn í Þór á móti Grindavík. Grindavík leiðir einvígið 2-1 og geta því með sigri sent heimamenn í sumarfrí og haldið til undanúrslitanna. Í TM Höllinni í Keflavík taka heimamenn svo á móti Tindastól. Sama er uppi á teningnum þar, þar sem að Keflavík leiðir 2-1, geta þeir slegið norðanmenn úr keppni.

 

Hérna er yfirlit yfir einvígi úrslitakeppninnar

 

 

 

Leikir dagsins

 

Keflavík Tindastóll – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

Keflavík leiðir 2-1

 

Þór Grindavík – kl. 19:15

Grindavík leiðir 2-1

Fréttir
- Auglýsing -