spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGerir tveggja ára samning í Breiðholtinu

Gerir tveggja ára samning í Breiðholtinu

Björgvin Hafþór Ríkharðsson hefur samið við ÍR til næstu tveggja ára.

Björgvin er að upplagi úr Borgarnesi og hefur á sínum feril leikið fyrir Skallagrím, Tindastól, Fjölni, Grindavík og ÍR, en til ÍR kom hann aftur um mitt síðasta tímabil og var hluti af liði sem vann sig upp af botni Bónus deildarinnar og inn í úrslitakeppnina.

„Það er ekki margir leikmenn sem hafa þann eldmóð og aga sem Björgvin sýnir – hann mætir ekki bara í leik, hann hefur áhrif. Orkan, vinnusemin og metnaðurinn hans breyta stemningunni á æfingum og í leikjum. Þetta er nákvæmlega sá grunnur sem við viljum byggja á,“ segir Borche Ilievski, þjálfari meistaraflokks karla í fréttatilkynningu.

Fréttir
- Auglýsing -