spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaGerald Robinson til Hornafjarðar

Gerald Robinson til Hornafjarðar

Gerald Robinson hefur gengið til liðs við Sindra á Höfn en hann lék með Haukum í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og var þar með með 16,6 stig og 9,3 fráköst að meðaltali í leik.

Gerald, sem verður 36 ára í semptember, hefur einnig spilað með ÍR, Njarðvík og Hetti hér á landi. Hann lék fyrst hér á landi tímabilið 2010-11 með Haukum og leiddi Úrvalsdeildina í fráköstum. Auk Íslands hefur hann spilaði í Þýskalandi, Spáni, Kýpur og Englandi á 12 ára atvinnumannaferli sínum.

https://www.facebook.com/KKdSindra/videos/984311108678256/
Fréttir
- Auglýsing -