spot_img
HomeFréttirGerald Robinson til Hauka

Gerald Robinson til Hauka

Haukar hafa ráðið til sín leikmann fyrir komandi átök í Iceland Express-deildinni næsta vetur en Haukar unnu sér rétt til að spila á meðal þeirra bestu þegar þeir sigruðu Val í úrslitakeppni 1. deildar karla á síðustu leiktíð.

Eins og fram kemur á heimasíðu Hauka hafa þeir fundið amerískan Hollending til að leika með liðinu að nafni Gerald Robinson.
 

Robinson er 26 ára gamall fæddur í Amsterdam en uppalinn í Bandaríkjunum. Hann spilaði með Tennesee Martinn háskólanum á árunum 2004-2008 og á lokaári sínu skoraði hann 14 stig, tók tæp 8 fráköst og var með rúman einn stolinn bolta að meðaltali í leik.
 
 
Robinson spilaði í þýskalandi á síðustu leiktíð með USC Freiburg en þar á undan spilaði hann á Spáni og í Bretlandi.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -