spot_img
HomeFréttirGeorgíumenn mæta í Höllina á miðvikudag

Georgíumenn mæta í Höllina á miðvikudag

09:39

{mosimage}

 

(Hlynur liggur í blóði sínu í Georgíu. Það verða engin vettlingatök í Höllinni) 

 

Á miðvikudag mætast Ísland og Georgía í sínum síðari leik í riðlakeppninni í Evrópukeppni B-þjóða. Ísland hefur aðeins landað einum sigri í riðlinum en Georgíumenn berjast hart um toppsætið við Finna. Georgíumenn eru í 2. sæti riðilsins með fimm sigra og eitt tap en Finnar eru á toppnum ósigraðir. Það verða því ákveðnir Georgíumenn sem mæta í Höllina á miðvikudag með sigur í huga. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Laugardalshöllinni og er hægt að ná sér í miða hjá www.midi.is

 

Þegar liðin mættust í Georgíu höfðu heimamenn 80-65 sigur þar sem NBA leikmaðurinn Zaza Pachulia gerði 21 stig og tók 12 fráköst ásamt því að blóðga Hlyn Bæringsson eftirminnilega á upphafsmínútum leiksins. Að því sögðu er um blóðhefnd hjá íslenska liðinu að ræða.

 

Karfan.is hvetur alla til þess að fjölmenna í Laugardalshöll á miðvikudagskvöld og styðja rækilega við bakið á strákunum.

 

Auk þess að nálgast miða á www.midi.is er hægt að kaupa miða á eftirtöldum stöðum:

 

Skífan Laugavegi
Skífan Kringlunni
Skífan Smáralind
BT Akureyri
BT Akranes
BT Egilsstaðir
BT Hafnarfjörður
BT Ísafjörður
BT Selfoss

 

Staðan í riðlinum

 

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -