spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGeorgíumaður í Breiðholtið

Georgíumaður í Breiðholtið

Tsotne Tsartsidze hefur samið við ÍR fyrir komandi átök í Bónus deild karla.

Tsotne er 25 ára 203 cm georgískur framherji sem kemur til ÍR frá Ploiesti í Rúmeníu, en fyrir síðasta tímabil var hann í bandaríska háskólaboltanum með North Dakota Fighting Hawks. Í háskólaboltanum skoraði hann að meðaltali 10 stig og tók 5 fráköst að meðaltali í leik.

Borche Ilievski þjálfari ÍR í tilkynningu með félagaskiptunum „Tsotne er spennandi leikmaður sem hefur alla burði til að vaxa og dafna með okkur. Hann hefur góða stærð og leikskilning, getur spilað fleiri en eina stöðu og mun gefa liðinu orku og nýja vídd. Ég hlakka mikið til að vinna með honum í vetur.“

Fréttir
- Auglýsing -