spot_img
HomeFréttirGeorge Byrd: Viljum láta leikinn þróast nær okkar leikstíl

George Byrd: Viljum láta leikinn þróast nær okkar leikstíl

14:30 

{mosimage}

 

 

Góðlegi risinn George Byrd er þrælspenntur fyrir bikarleiknum og leikur hann sinn fyrsta bikarúrslitaleik á Íslandi á morgun. Byrd hefur einu sinni áður leikið til bikarúrslita en það var árið 2001 þegar hann lék í Brasilíu. Sá leikur tapaðist og vonast Byrd til þess að snúa blaðinu við í bikarsögu sinni á morgun.

 

,,Við leikum á einum hraða og það er virkilega hægur leiur. Vonandi mun okkar leikur verða ofan á í Laugardalshöll. Þetta verður erfiður leikur en ef við náum að láta leikinn þróast nær okkar leikstíl þá eigum við meiri möguleika á því að verða bikarmeistarar,” sagði Byrd sem gert hefur 18,3 stig að meðaltali í leik í vetur og tekið alls 186 fráköst.

 

Byrd vill þó meina að leikmenn á borð við Marvin Valdimarsson og Friðrik Hreinsson geti verið beittir og fært Hamri/Selfoss vissa snerpu í sinn leik. ,,Ef við t.d. setjum niður þristana okkar þá verður þetta flott en við sjáum bara hvað setur,” sagði Byrd og var ekkert að leyna því að hann væri spenntur.

 

Mynd: [email protected] – Byrd á blaðamannafundi Lýsingar og KKÍ á laugardag. Með honum á myndinni er Svavar Pálsson. Ekki árennilegir saman í teignum.  

Fréttir
- Auglýsing -