5:23
{mosimage}
Ákvörðunin hafi þó verið mjög erfið en þau sakni fjölskyldunnar í Danmörku og fjarlægðin sé of mikil sérstaklega fyrir börnin en þau eiga tvær stúlkur á leikskólaaldri. Geof segir fjölskylduna hafa verið mjög ánægða þann tíma sem þau hafi verið í Stykkishólmi og hafi eignast hér marga góða vini. Félagið hafi staðið við sitt og þau hafi ekki yfir neinu að kvarta. Það hafi þó einnig spilað inn í að Karen hafi ekki geta lokið mastersnámi sínu í sjúkraþjálfun hér við Háskóla Íslands eins og til stóð því það muni verða eingöngu kennt á íslensku en ekki ensku eins og til stóð í upphafi. Þetta kemur fram á vef Stykkishólmspóstsins.
Geof sagði það þó hafa freistað að koma hér aftur í haust og reyna að vinna Íslandsmeistaratitilinn því hann teldi félagið geta unnið hann á næsta ári. Það hafi verið mikil vonbrigði að ná ekki að spila betur í úrslitunum nú og vinna titilinn í ár. Aðspurður um hvað hann hyggðist fara að gera í Danmörku, sagði Geof það óráðið en hann vissi það að hann þyrfti ekki að óttast það að fá ekki vinnu við þjálfun kysi hann það. En það væri allt óráðið nú, hann færi nú til Bandaríkjanna í frí, kemur svo í Hólminn seinni partinn í maí og klárar þau mál sem hér eru eftir áður en að hann heldur alfarinn til Danmerkur.
Mynd: www.skallagrimur.org



