ÍA tilkynnti í dag að hafa samið við Dibaji Walker fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild karla.
Dibaji er 26 ára 206 cm bandarískur framherji sem kemur á Skagann frá hinum nýliðum deildarinnar Ármanni. Þar hafði hann leikið 5 leiki á tímabilinu og skilað að meðaltali 14 stigum, 5 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.



