spot_img
HomeFréttirGengur til liðs við Edinboro Fighting Scots

Gengur til liðs við Edinboro Fighting Scots

Rebekka Rut Hjálmarsdóttir leikmaður Hauka í Subway deild kvenna mun halda vestur um haf og ganga til liðs við Edinboro Fighting Scots í bandaríska háskólaboltanum fyrir næsta tímabil. Staðfestir ANSAathletic þetta í færslu á samfélagsmiðlum.

Rebekka Rut er 20 ára leikmaður Hauka í Subwaydeild kvenna, kemur að upplagi úr Grindavík, en ásamt þeim hefur hún einnig verið á mála hjá ÍR og Stjörnunni á síðustu árum.

Edinboro leika í Pennsylvania State Athletic hluta annarrar deildar háskólaboltans, en skólinn er staðsettur í Edinboro borg Pensilvaníu ríkis Bandaríkjanna.

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by ANSAathletics (@ansaathletics)

Fréttir
- Auglýsing -