spot_img
HomeFréttirGengið frá málum við Craig í byrjun nóvember

Gengið frá málum við Craig í byrjun nóvember

Hannes S. Jónsson formaður KKÍ og Páll Kolbeinsson formaður afreksnefndar KKÍ halda til Danmerkur í nóvemberbyrjun til þess að ganga frá framlengingu á ráðningu Craig Pedersen landsliðsþjálfara. Hannes sagði Karfan.is í gærkvöldi að grunnur að áframhaldandi ráðningu Craig hafi verið lagður strax að lokinni keppni á EuroBasket í Berlín.

Craig sem tók við af starfinu af Svíanum Peter Öqvist var með samning til og með EuroBasket og sagði hann við Karfan.is í viðtali eftir Tyrkjaleikinn í Berlin að hann hefði fullan áhuga á því að halda áfram með liðið. Það er því ljóst að Craig verður áfram í brúnni á íslensku skútunni og staðfesti Hannes formaður KKÍ einnig í gær við Karfan.is að ekki hefði verið leitað til annarra einstaklinga og að það hefði aldrei staðið til. 

Fréttir
- Auglýsing -