spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaGegn hvaða liði skoraði Guðjón Skúlason flest stig?

Gegn hvaða liði skoraði Guðjón Skúlason flest stig?

Á dögunum opnaði vefurinn Körfustatt þar sem farið er yfir hina ýmsu fleti tölfræðiþátta íslensks körfuknattleiks.

Verkefnið er hugarfóstur Rúnars Birgis Gíslasonar, Óskars Ófeigs óskarssonar og Gunnars Freys Steinssonar.

Segir Rúnar Birgir í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook ,,Þetta verkefni hefur verið í fæðingu lengi og nú er það loksins opið öllum. Snilld að geta gefið fólki aðgang að þessu og á Gunnar Freyr Steinsson heiður skilinn fyrir það þrekvirki. Viðurkenni að það var pínu fjarlægt að þetta yrði aðgengilegt öllum þegar maður sat heilu helgarnar fyrir tæpum 30 árum að slá inn tölfræði í Fjölni. Óskar Ófeigur Jónsson á líka stórt hrós skilið fyrir allt sem hann hefur lagt til tölfræðimála í íslenskum körfubolta. Það er heiður að vera í Stattnördahópnum”

Hérna er hægt að skoða Körfustatt

Meðal því sem hægt er að skoða á síðunni er hversu mörg stig, fráköst og stoðsendingar leikmenn hafa ná gegn hverju liði. Sem dæmi er hægt að skoða gegn hvaða liði fyrrum leikmaður Keflavíkur, Grindavíkur og íslenska landsliðsins Guðjón Skúlason skoraði flest stig. Flest stig setti hann gegn KR, 49, en verst gekk honum að skora gegn Hetti, þar sem metið hans er 9 stig.

Karfan óskar þeim Rúnari, Óskari og Gunnari til hamingju og hvetur lesendur til að kíkja inn frábæran vef Körfustatts.

Fréttir
- Auglýsing -