spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður úrslitanna: J´Nathan Bullock

Gatorade-leikmaður úrslitanna: J´Nathan Bullock

Kraftajötuninn J´Nathan Bullock var í gærkvöldi valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla og við gátum ekki heldur horft fram hjá kappanum þegar kom að því að velja Gatorade-leikmann úrslitanna. Bullock fór á kostum í vetur og sýndi margsinnis hvers hann er megnugur.
 
Eftir frammistöðu hans hérlendis í vetur getum við nokkurn veginn slegið því föstu að við sjáum kappann ekki framar í íslenska boltanum og verður sjónarsviptir af þessum sterka leikmanni.
 
Fréttir
- Auglýsing -