spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður undanúrslitarimmu Þórs og KR: Darrin Govens

Gatorade-leikmaður undanúrslitarimmu Þórs og KR: Darrin Govens

Bandaríski leikstjórnandinn Darrin Govens fór mikinn í undanúrslitaseríu Þórs úr Þorlákshöfn og KR og höfum við á Karfan.is valið hann Gatorade-leikmann seríunnar. Govens var með 26,25 stig að meðaltali í leik í gallhörðu Þórsliði. Nýliðarnir eru nú komnir í úrslit og það er ekki síst fyrir tilstilli Govens.
Tölurnar hjá Govens í KR seríunni voru ekkert slor:
 
Leikur 1: 24 stig, 6 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolnir boltar
Leikur 2: 30 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 5 stolnir bolta
Leikur 3: 29 stig, 13 fráköst, 9 stoðsendingar og 4 stolnir boltar
Leikur 4: 22 stig, 8 fráköst, 10 stoðsendingar og 6 stolnir boltar
 
Meðaltal: 26,25 stig að meðaltali í leik, 8 fráköst, 7,25 stoðsendingar og 4,25 stolnir boltar.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -