Í vetur mun Karfan.is í samstarfi við Gatorade á Íslandi velja Gatorade-leikmann umferðarinnar í Iceland Express deild karla. Eftir kvöldið í kvöld verður tveimur umferðum lokið og stefnan sett á að tilkynna Gatorade-leikmenn fyrstu og annarar umferðar á morgun.
Við munum hafa okkar eigin hátt á valinu, það þýðir ekki endilega að sá leikmaður verði fyrir valinu sem verði með hæstu framlagsjöfnuna að lokinni hverri umferð. Við ætlum að hafa okkar eigin hátt á þessum lið. Þá mun Gatorade-leikmaður hverrar umferðar vitaskuld fá eitthvað fyrir sinn snúð, veglega kippu af Gatorade, hvað annað.