spot_img
HomeFréttirGatorade-leikmaður tólftu umferðar: J´Nathan Bullock

Gatorade-leikmaður tólftu umferðar: J´Nathan Bullock

Grindvíkingar lentu í svakalegum slag gegn Keflavík í tólftu umferð Iceland Express deildar karla þar sem toppliðið fór með eins stigs sigur af hólmi þegar Keflvíkingar brenndu af lokaskoti leiksins. J´Nathan Bullock var svo sannarlega betri en enginn í leiknum með 33 stig og 19 fráköst og Karfan.is hefur valið kappann sem Gatorade-leikmann tólftu umferðar.
 
Fyrir frammistöðu sína í Keflavíkurleiknum fékk Bullock 40 framlagsstig og Grindvíkingar tróna nú á toppi Iceland Express deildar karla með 22 stig eða 6 stiga forystu á næstu lið.
 
Fréttir
- Auglýsing -