spot_img
HomeFréttirGasol leiddi Lakers til sigurs

Gasol leiddi Lakers til sigurs

Meistarar LA Lakers lögðu Houston Rocketrs að velli í nótt, 101-109, þar sem Pau Gasol skoraði 30 stig. Lakers voru með leikinn í höndunum gegn vængbrotnu liði Houston sem vantaði m.a. Kevin Martin en hleyptu þeim samt inn í leikinn í fjórða leikhluta án þess þó að mikil hætta hafi verið á ferðum.
 
Þá unnu Dallas Mavericks Golden State Warriors, 90-111, Utah unnu Washington Wizards, 87-103, Portland vann New Orleans, 101-112 og loks unnu Chicago Bulls auðveldan sigur á NJ Nets, 106-83, en Nets höfðu fyrir þennan leik unnið tvö leiki í röð.
 
Fréttir
- Auglýsing -