spot_img
HomeFréttirGasol hjá Grizzlies næstu fimm árin

Gasol hjá Grizzlies næstu fimm árin

Memphis Grizzlies hafa tryggt sér starfskrafta Marc Gasol næstu fimm árin í NBA deildinni. Áætlað er að samningurinn sé að virði rúmlega 100 milljón Bandaríkjadala. Gasol verður á ferðinni með landsliði Spánar í sumar sem mætir því íslenska á EuroBasket í Berlín.

 

Gasol fór sér hægt samningslaus og samkvæmt heimildum hitti hann aðeins Robert Pera eiganda liðsins svo hugur Gasol liggur ekkert annað í boltanum þessi dægrin. 

Síðasta leiktíð var ein hans sú besta í NBA deildinni með 17,4 stig, 7,8 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik og þá var hann einnig valinn í Stjörnuleik NBA deildarinnar. 

Fréttir
- Auglýsing -