spot_img
HomeFréttirGary Payton: Það verður lið í Seattle fyrir 2011

Gary Payton: Það verður lið í Seattle fyrir 2011

 Sem kunnugt er hefur lið Seattle Supersonics verið selt og flutt til Oklahoma borgar.  Þetta var gert af nýjum eiganda liðsins þar sem borgaryfirvöld í Seattle voru ekki nægilega samvinnuþýð þegar kom að því að ræða um byggingu nýrrar hallar fyrir liðið.  Þó nokkrir skildu eftir sig spor þegar þeir spiluðu með liði Seattle á sínum tíma og líkast til engin jafn djúp og bakvörðurinn Gary Payton. Kappinn segir að árið 2011 ætti að vera komið aftur lið í borg Seattle. Í samtali sagði hann einnig að hann komi ekki til með að styðja þá hugmynd að nýja liði Oklahoma Thunder eigi að hengja treyju hans uppí rjáfur hússins eins og til stóð að gera þegar liðið var í Seattle. „Ég hef hélt ég hefði komið því nokkuð skýrt fram að mér finnst það ekki við hæfi þar sem ég hef aldrei spilað fyrir lið Oklahoma Thunder“ sagði Payton í samtali vestra„Ég þekki vel til í NBA og yrði ekki hissa ef að lið yrði aftur komið til borgar Seattle fyrir árið 2011. Nokkur lið vilja flytja sig um set og það er ekki nokkur vafi að Seattle er góð „NBA borg“ sagði Payton enn fremur.  Payton sagðist einnig hafa rætt þann möguleika við fyrrum leikmann og núverandi borgarfulltrúa Seattle borgar, James Donaldson um að kaupa lið til borgarinnar.  Forsvaramenn NBA deildarinnar hafa ekki verið gjarnir á það að bæta við liðum í NBA sérstaklega þar sem lið eins og Charlotte, Memphis og Milwaukee standa ekki vel fjárhagslega.  „Þetta verður vissulega skrítið ár í borginni þar sem engin mun koma til með að fara og sjá körfuknattleik og borg Seattle mun ekki verða nefnd í blöðunum þegar kemur að NBA fréttum. Ég veit að stuðningsmennirnir eru og verða mjög ósáttir við þetta. En ég veit að nýtt lið mun fyrr eða síðar koma aftur til borgarinnar og þá mun ég verða hluti af því liði á einhvern hátt.“  sagði Payton að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -