spot_img
HomeFréttirGary Payton: Ég spilaði ekki í Oklahoma

Gary Payton: Ég spilaði ekki í Oklahoma

07:00

{mosimage}
(Payton vann titilinn með Miami en lék sín bestu ár í Seattle)

Gary Payton var á sunnudagskvöld á síðasta heimaleik Seattle Supersonics á tímabilinu en það gæti vel verið síðasti heimaleikurnn Supersonics í Seattle en það er mjög líklegt að liðið flytji til Oklahoma. Hefð hefur skapast í NBA að lið taki númer frábæra leikmanna til hliðar og heiðri þá með athöfn og um leið fær enginn að leika með það númer fyrir viðkomandi félag. Gary Payton sem lék lungan af ferli sínum með Seattle vill ekki sjá sína gömlu treyju dregna að húni í Oklahoma.

,,Ég er ekki viss um að ég vilji að treyja mín verði tekin til hliðar í Oklahoma borg. Ég held að það myndi ekki virka fyrir mig. Ég spilaði ekki þar. Oklahoma áhangendur sáu mig ekki spila, þeir sáu mig í sjónvarpinu, það var allt og sumt.”

,,Mínir stuðningsmenn eru í Seattle. Það væri frábært fyrir mig að koma til Seattle og fá treyju mína dregna að húni í Seattle. Fyrir mig og fjölskyldu mína ásamt stuðningsmönnum.”

[email protected]

Mynd: AP

Fréttir
- Auglýsing -